Í góðum félagsskap

Eftir að hafa búið í Brooklyn NY í tæp 10 ár fannst mér ómögulegt að snúa aftur heim án þess að koma með og deila með löndum mínum hluta af því sem ég hef lært og upplifað í New York á þessum tíma.

Ég er grunnskólakennari og hafði starfað sem slík í fjölda ára áður en ég flutti til New York. Þegar þangað var komið hélt ég áfram að kenna, fyrstu 4 árin rak ég lítinn íslenskuskóla fyrir börn í stofunni minni í Park Slope og svo seinna sem almennur bekkja- og raungreinakennari í grunnskóla í sama hverfi.  

Hugmyndin á bak við Í góðum félagskap er að bjóða upp á svokölluð ÖR-námskeið; það er eins og hálfs til tveggja klukkustunda námskeið um allt milli himins og jarðar.  Þú klárar vinnudaginn, skellir þér á stutt námskeið þar sem þú fræðist um eitthvað skemmtilegt eða lærir að búa til eitthvað einfalt og ert samt komin heim og getur notið þess að borða kvöldmat með fjölskyldunni.

Það er frábært að vera og læra nýja hluti í góðum félagskap og til að ná sem best til allra eru hóparnir okkar litlir. Á verklegum námskeiðum og vinnustofum er hámarksfjöldi 10-12 manns en ef um fyrirlestra er að ræða verður hámarksfjöldi 24 manns.  Með þessu skapast góð stemming, allir fá og ná athygli og tími gefst til að spjalla á léttu nótunum. Í góðum félagsskap verður boðið upp á mjög fjölbreytt örnámskeið og vinnustofur.

Námskeiðin

Öll námskeiðin eru endurtekin svo lengi sem þau bókast og einnig bjóðum við upp á að bóka heilt námskeið bara fyrir þig og þína hvort heldur sem eru vinahópar, vinnustaðahópar, fjölskyldur eða aðrir hópar.  Á heimasíðunni finnur þú dagskrá okkar 4 til 6 vikur fram í tímann.

Hefur þú brennandi áhuga á einhverju sem þig langar að deila með öðrum í góðum félagsskap, langar þig t.d að segja frá tónlistarmanni/konu, kvikmyndaleikara sem þú veist allt um eða kenna fólki hverning á að búa til flugdreka svo eitthvað sé nefnt ?

Ef svo er þá endilega hafðu samband, við erum opin fyrir öllu, eða svona hér um bil 😉

Ég hlakka til að sjá þig Í góðum félagsskap.

Vigdís Jóhannsdóttir

ERT ÞÚ MEÐ EINHVERJAR SPURNINGAR ?

Hafðu samband

HAFA SAMBAND