Project Description

Þórdís Ágústsdóttir

Um Þórdísi

Þórdís útskrifaðist með BA gráðu frá École Nationale
Superieure de la Photographie í Arles í Frakklandi árið 1989. Þórdís lauk diplóma í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands 2008 og MA prófi frá Háskóla Íslands í júní 2011 í hagnýtri menningarmiðlun.
Þórdís starfaði sem klínískur ljósmyndari á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í átta ár. Þar fyrir utan hefur hún starfað við ljósmyndun fyrir tímarit, einstaklinga,
fyrirtæki og stofnanir, kennt ljósmyndun í menntaskólum, í Háskóla Íslands og
námskeiðum. Þórdís hefur haldið einkasýningar í Reykjavík og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis.
Persónuleg ljósmyndun Þórdísar fjallar um manneskjuna í víðu samhengi: líf
hennar og líkama. Um Ísland: þorp, bæi og náttúruna. Um ummerki í borgum, náttúru og á líkamanum.