Project Description

Svava Björk Ólafsdóttir

Um Svövu

Svava Björk Ólafsdóttir stundar nám í markþjálfun og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Hún hefur undanfarin ár sinnt ráðgjöf, fræðslu og stýrt fjölda verkefna með það að leiðarljósi að styðja við bakið á frumkvöðlum á fyrstu skrefunum. Þar á meðal hefur hún þjálfað fjölda frumkvöðla í framkomu og að kynna hugmyndir sínar. Í dag er hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi, fyrirlesari og þjálfari á nýsköpunarviðburðum.