Project Description

Hrefna Óskarsdóttir

Um Hrefnu

Hrefna starfar sem iðjuþjálfi á Reykjalundi og er í meistaranámi í geðheilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Hún hefur óendanlegan áhuga á mannlegu eðli, sérstaklega því sem eykur vellíðan, hamingju og lífsgleði og því sem dregur úr því sem hún kallar hausarusl og tilfinningadrasl. Hún hefur örlitla þráhyggju fyrir öllu því sem aukið getur á gæði samskipta og hefur brennandi þörf fyrir að deila því með öllum sem vilja hlusta.