Project Description

Ásgerður  Einarsdóttir (Addý)

Um Ásgerði (Addý)

Addý, eða Ásgerður Einarsdóttir, er lærður leiðsögumaður frá MK, stundaði nám í gönguleiðsögn við sama skóla og er meðlimur í björgunarsveit.
Svo er hún ferðamálafræðingur frá HÍ og upphafsmanneskja “Allt er hægt” gönguhópsins, sem hefur að markmiði að njóta náttúrunnar á rólegheitagöngu, enda er hæglætisferðamennska (e. slow travel) hennar ær og kýr.
Hún hefur einstaklega gaman af að kynna sér og miðla til annarra hvernig best er að klæða og útbúa sig á gönguferðum á Íslandi, allan ársins hring og hvar megi gera góð kaup í góðum búnaði.